Hvað er betra en að hlusta á frábæra listamenn taka lög eftir einhverja aðra en sjálfa sig? Við hér á ritstjórn Fréttanetsins ákváðum að taka saman 10 bestu „ábreiður“ tónlistarsögunnar – þegar við vorum að ákveða lög og röð á lista þá var skilyrðið það að til þess að komast á listann þá þyrfti ábreiðan að vera betri en upprunalega útgáfa lagsins. Það var ekki auðvelt að velja þennan lista en á endanum komumst við að sameiginlegri niðurstöðu sem sem er óvéfengjanleg – hér kemur listinn

 

Númer 10 – Jolene með White Stripes – upprunalegur flytjandi er Dolly Parton

Númer 9 – Man Who Sold the World  með Nirvana – upprunalegur flytjandi er David Bowie

Númer 8 – Nothing Compares To You með Sinead O’Connor – upprunalegur flytjandi er Prince

Númer 7 – Power of love með Celine Dion – upprunalegur flytjandi er Jennifer Rush

Númer 6 – Chauffeur með Deftones – upprunalegur flytjandi Duran Duran

Númer 5 – I will Always Love you með Whitney Houston – upprunalegur flytjandi Dolly Parton

Númer 4 – Mad World með Gary Jules – upprunalegur flytjandi Tears for Fears

Númer 3 er Hallelujah með Jeff Buckley – upprunalegur flytjandi er Leonard Cohen

Númer 2 er All Along the Watchtower með Jimi Hendrix – upprunalegur flytjandi Bob Dylan

Númer eitt er Dánarfregnir og Jarðarfarir með SigurRós – Jón Múli Árnason