Eftir að hafa búið til lista yfir 10 bestu ábreiður tónlistarsögunnar barst ritstjórn fjöldi áskorana um að gera lista yfir 10 verstu ábreiðurnar – því það er jú þannig að eins og tónlistarmenn geta farið mjúkum höndum um verk annarra þá eru því miður mýmörg dæmi þess að menn hafa misþyrmt lögum annarra svo illilega að það ætti að varða við lög – hér að neðan kemur listi yfir hugsanlega 10 verstu dæmin um slíkt

 

Númer 10 – Smooth Criminal – upprunalega flutt af Michael Jackson, hér er því kálað af hljómsveitinni Alien Ant Farm

Númer 9 – Purple Haze- Ég elska Cure en þetta er bara ekki í lagi

 

Númer 8 – These Boots Were Made for Walking – upprunalega flutt af Nancy Sinatra og hefði aldrei átt að vera flutt af Jessicu Simpson

Númer 7 – ´Vor í Vaglaskógi er frábært lag…

Númer 6 – Smells Like Teen Spirit – Ef það er pláss í kistunni þá sneri Kurt sér nokkra hringi þegar hann heyrði þessa slátrun

Númer 5 – Hillary Duff fór ekki mjúkum höndum um Who lagið My Generation

Númer 4 – Maroon 5 er flott band, en það hefði einhver átt að segja eitthvað áður en þeir ákváðu að reyna við Bob Marley

Númer 3 – Behind Blue Eyes… Nei Fred, nei nei nei nei nei

Númer 2 – Samkeppnin var hörð um fyrsta sætið og Puddle of Mud væru svo sannarlega vel að því komnir af því að verma toppsætið fyrir þetta

Það eru hugsanlega verri slátranir hér að ofan – en hér verður bara að taka tillit til þess að þessi aftaka á einu besta lagi tónlistarsögunnar varð „hittari“ á sínum tíma og allir þeir sem þótti vænt um þetta lag þurftu að hlusta á þessa nauðgun á lagi Símons og Garfunkel stöðugt í fleiri mánuði