Hópurinn „Bad Sci-fi Covers“ („Slæmar vísindaskáldsögukápur“) á vefsíðunni Reddit telur nú yfir 23 þúsund manns. Eins og nafnið gefur til kynna er hér að finna samansafn af áhugafólki um þann einkennilega sjarma sem hlýst af illa gerðum bókakápum, en hafa slík eintök þótt sérlega viðloðandi vísindaskáldskapinn í gegnum tíðina. 

Fréttanetið skoðaði aðeins sögu þessa stórskemmtilega hóps og valdi úr menginu tíu kápur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara — nema kannski þau sem upprunalega teiknuðu þær.

 

1984

George Orwell

Hin sígilda saga George Orwell fær heldur betur útreið hér. Stóri Bróðir lítur út eins og klámmyndaleikari, litaskemað er skelfilegt, og… bíddu, er þetta Michael Cera þarna til hægri?

 

 

To Keep The Ship

A. Bertram Chandler

Annað hvort er hér á ferð djúpsálfræðileg saga um feðraveldið eða frásögn manns sem eignaðist skyndilega fullt af smávöxnum nöktum konum. Þið megið velja.

 

 

Cloning

David Shear

Hérna… nei. Við ætlum bara að segja nei.

 

 

The Hobbit

J.R.R. Tolkien

Bilbo lítur út eins og nett pirraður Seinfeld aukakarakter með plastsverð úr skólaleikriti, og Gollum lítur út eins og Gandhi hafi ákveðið að gerast uppvakningur en svo hætt við eftir að hann komst að því að fríu rækjurnar væru búnar. Tolkien myndi snúa sér við í gröfinni, ef hann væri ekki of upptekinn við að grenja úr hlátri.

 

 

Ass Goblins of Auschwitz

Cameron Pierce

„Eins og ef Schindler’s List hefði verið endurskrifuð af Marquis de Sade og leikstýrt af Tim Burton. Sem teiknimynd.“ – The Guardian

„Betri en Da Vinci Code.“ – Warren Ellis, höfundur Transmetropolitan

„Ha bíddu, já? Jæja. Ókei þá.“ – Restin af mannkyninu

 

 

Lord of Thunder

Andre Norton

Það er svo margt að gerast hér að það er nær ómögulegt að vita hvar skuli byrja. Djöfullegt augnaráðið? Flugvélin að fljúga beint út úr kisu? He-Man í grískum slopp, í þann mund að fá flugvélarstýri í óæðri endann? Eða örninn sem einhverra hluta vegna ákvað að vera memm? Einfaldlega of margar spurningar.

 

 

The Big Brain 1: The Aardvark Affair

Gary Brandner

Tilfinningaþrungið augnaráð stórheilans er aðeins byrjunin. Ekki bara er hann með stóran heila (sem er jú utan á hauskúpunni, af einhverjum sökum) heldur kýs hann hálfsjálfvirk skotvopn til að framfylgja allri heilastarfseminni. James Bond, nema geimvera. Við þurfum öll á því að halda um þessar mundir.

 

 

Clash of Star-Kings

Avram Davidson

Hér tekst á undraverðan hátt að túlka pólitíska baráttu geimeðlufólksins við forn-Azteka, með öllum þeim félagsfræðilegu blæbrigðum sem slík barátta myndi hafa í för með sér. Eða svona því sem næst.

 

 

The City of Gold And Lead

John Christopher

Hér er á ferð mjög frambærileg vísindaskáldsaga, en kápan vekur upp fleiri spurningar en sagan gæti nokkurn tímann svarað. Hversvegna eru… nei ok, af hverju eru þrjú… og hversvegna hjálmur? Ókei, veistu hvað? Gleymum þessu bara.

 

 

The Man With The Strange Head

Miles J. Breuer

Nei, nú erum við farin að sofa. Góða nótt.