Það skiptir máli hvað við látum ofan í okkur eftir æfingar ef æfingarnar eiga að skila árangri, hvort sem fólk vill léttast eða styrkjast.

Vefsíðan Eat This, Not That hefur tekið saman lista yfir tuttugu matvæli sem á aldrei að borða eftir æfingar, en listinn er unninn upp úr samtölum við ýmsa næringarfræðinga og sérfræðinga í lýðheilsu.

1. Þeytingar úr tilbúnni þurrefnablöndu

Það er mjög handhægt að henda dufti í blandara með vatni, mjólk eða safa og drekka slíkan þeyting eftir æfingu. Það er hins vegar ekki mælt með því þar sem slíkir drykkir geta innihaldið mikið af viðbættum sykri. Neysla sykraðra drykkja eftir æfingu stöðvar fitubrennsluna í líkamanum og best er að búa til þeytingana frá grunni.

2. Sterkur matur

Það er erfitt fyrir líkamann að melta sterkan mat og því er best að halda sig frá honum eftir æfingu, þar sem líkaminn er á fullu við að jafna sig eftir erfiða líkamsrækt.

3. Gosdrykkir

Þér gæti fundist það svalandi að skola niður ísköldum gosdrykk eftir erfiða æingu, en það er ekki gott fyrir líkamann. Líkaminn þarf vökva en gos er ekki svarið. Að auki geta gosdrykkir valdið þembu.

4. Þungt prótein, til dæmis steik

Hér er annar matur sem er erfitt fyrir líkamann að melta og því ekki tilvalinn matur eftir ræktina.

5. Feitur matur

Sleppir olíu, fræjum og jafnvel hnetum eftir æfingu. Fita hægir á meltingunni og hindra mikilvæg næringarefni í að ná til vöðvanna.

6. Súkkulaði

Já, frekar leiðinlegar fréttir, en það er alls ekki gott að borða súkkulaði strax eftir æfingu. Sætindagrísir geta blekkt líkamann með því að bræða tvær matskeiðar af kókosolíu og blanda henni saman við eina teskeið af kakó, smá kanil og Steviu til að búa til sykurlausa súkkulaðisósu sem er tilvalin með ferskum berjum.

7. Skyndibiti

Hugsanlega er skyndibitastaður nálægt hlaupaleiðinni eða ræktinni en ekki fara þar inn! Skyndibiti gerir ekkert fyrir líkamann og allar transfiturnar sem þú innbyrðir mun eyðileggja æfinguna sem þú varst að ljúka við.

8. Einföld kolvetni

Ekki fá þér hvítt brauð eða sætabrauð því fita hægir á meltingunni. Einföld kolvetni og sykur eru einnig bestu vinir og gerir þetta tvennt það af verkum að æfingin er fyrir bí.

9. Orkustykki

Þetta hljómar kannski undarlega en þó að orkustykki innihaldi mikið magn af próteini þá innihalda þau einnig mikið magn af sykri oft á tíðum. Mörg orkustykki eru því lítið skárri en súkkulaðistykki.

10. Íþróttadrykkir

Annað sem kemur á óvart en margir íþróttadrykkir innihalda mikinn sykur sem líkaminn þarf alls ekki á að halda eftir æfingu. Betra er að fá sér kókosvatn eða drykk án viðbætts sykurs.

11. Hrátt grænmeti

Vissulega er hrátt grænmeti góður og hollur kostur, bara ekki strax eftir æfingu. Hrátt grænmeti er seðjandi og er ekki nóg eitt og sér til að næra líkamann eftir erfiða æfingu. Líkaminn þarf hitaeiningar, góð kolvetni og prótein eftir æfingu. Ef þú borðar mikið af hráu grænmeti eftir æfingu þá er minna pláss fyrir önnur næringarefni og þá færðu einfaldlega ekki nóg af næringu fyrir líkamann til að jafna sig.

12. Trefjaríkur matur

Trefjaríkur matur getur valdið þembu og krömpum. Því er best að forðast hann í lengstu lög strax eftir æfingu.

13. Sveskjusafi

Þessi holli drykkur er afar hægðalosandi – eitthvað sem þú þarft ekki á að halda eftir æfingu. Hreyfing getur haft náttúrulega hægðalosandi áhrif á líkamann og því óþarfi að bæta um betur. Það gæti endað illa!

14. Nammi

Það er á bannlistanum að borða mat sem rífur upp blóðsykurinn til þess eins að láta hann falla úr hæstu hæðum niður aftur. Því á að forðast unninn sykur sem finnst í nammi. Nammi gefur líkamanum einnig enga næringu til að jafna sig og komast í gegnum daginn.

15. Svartar baunir

Þær eru mjög trefjaríkar og hægja á meltingunni. Þá geta þær einnig valdið vindverkjum – ekki skemmtilegt.

16. Sykraðir drykkir

Gott er að forðast ávaxtasafa því þeir eru stútfullir af ávaxtasykri sem tekur langan tíma fyrir líkamann að melta. Neysla sykraðra drykkja dregur einnig úr fitubrennslu.

17. Spælt egg

Egg eru næringarrík og góð eftir æfingar, en aðeins ef þau eru hrá eða harðsoðin. Ef þau eru steikt upp úr fitu lenda þau á bannlistanum.

18. Áfengi

Ef þú drekkur áfengi eftir æfingu þá veldur það því að líkaminn þornar og þú innbyrðir næringarlausar hitaeiningar.

19. Fæðubótarefni eða próteinsjeikar

Sumt fæðubótarefni er fullt af drasli sem við þurfum ekki á að halda og getur staðið í vegi fyrir því að þú náir þeim árangri sem þú vilt. Forðast skal gerviefni, litarefni og sætuefni.

19. Ekkert nema vatn

Líkaminn þarf næringu. Hann þarf að hlaða sig og jafna sig. Þannig að sama hvað þú gerir – ekki sleppa því að borða!