Margir ráku upp stór augu þegar næstum 30 tonnum af gulrótum var sleppt á götu innan háskólasvæðis í háskóla einum í London á miðvikudaginn var. Lundúnarbúar fjölmenntu á samfélagsmiðla í kjölfarið og birtu myndir og spurningar um þennan furðulega gjörning. 

Kom á daginn að gulrótarhrúgan var innsetningarverk eftir listnemann Rafael Perez Evans, sem nemur við listaháskóla Goldsmiths-háskólans. Talsmaður háskólans sagði að sýningin, sem ber titilinn „Jarðtenging“ („Grounding”), sé hluti af sýningu meistaranema í myndlist, sem stendur yfir 2. – 6. október.

„Rafael sá um að fjarlægja gulræturnar í lok sýningarinnar og nota þær til að fóðra dýr,“ sagði talsmaðurinn.

Samkvæmt Evans er uppsetningin hönnuð til að vekja athygli á matarsóun, enda höfðu allar gulræturnar í verkinu verið metnar ónægilega góðar til mannlegrar neyslu og átti einfaldlega að henda. Losun af þessu tagi — að losa í almenningsrými mikið magn af matvælum sem teljast óæskileg til sölu — á sér sögulegar rætur meðal evrópskra bænda sem mótmælaform, þegar miðstýrðar ríkisstjórnir meta ekki framlag þeirra að verðleikum. 

Vildi Evans einnig minna borgarbúana á það að maturinn þeirra kemur einhversstaðar frá, frekar en að verða bara skyndilega til fyrir einhverja töfra. 

Sjáið myndskeiðið hér: