Líkamsræktargúrúinn Jeff Cavaliere deilir rosalegu myndbandi á YouTube af heimaæfingu sem reynir svo sannarlega á allan líkamann.

Ein umferð af æfingarrútínunni tekur aðeins fjórar mínútur og samanstendur af fjórum æfingum sem gerðar eru í 30 sekúndna hollum.

„Markmiðið hér er að æfa allan líkamann á aðeins fjórum mínútum,“ segir Cavaliere.

Eina sem þarf til að gera æfinguna er eitt handlóð. Cavaliere mælir með að byrjendur noti þriggja til fjögurra kílóa handlóð og vinni sig síðan upp.

Þó það sé skárra að gera fjórar mínútur en ekki neitt segir Cavaliere að betra sé að endurtaka þessar fjórar mínútur nokkrum sinnum með þriggja mínútna pásu inni á milli umferða. Þannig sé hægt að brenna fjölmörgum hitaeiningum sem getur stuðlað að þyngdartapi.

Heimaæfinguna má horfa á hér fyrir neðan: