Vegalögreglumaður í Utah fylki í Bandaríkjunum stöðvaði um daginn bíl sem var að keyra full hægt á hraðbraut í fylkinu. Bílstjórinn reyndist vera fimm ára drengur sem hafði eftir rifrildi við móður sína tekið fjölskyldubílinn traustataki og ekið af stað. Rifrildi hans við móður hans snerist um það að hún vildi ekki kaupa fyrir hann Lamborghini lúxusbifreið.

Ferð drengsins var heitið til Kaliforníu þar sem hann hugðist kaupa bíl drauma sinna – slíkir bílar kosta um 250 miljónir króna. Bílaáhugamaðurinn ungi var með þrjá dollara í vasanum, andvirði rúmlega 500 íslenskra króna.

Skv lögreglunni slasaðist enginn og það verða barnaverndaryfirvöld sem munu ákveða hvort eitthvað frekar verði aðhafst, en foreldrar drengsins höfðu skilið hann eftir í umsjá systkina sinna

CNN segir frá