Draumafangarar eru fallegt skraut en þeim fylgir einnig sú trú að gripurinn verndi börn og fullorðna frá illum öndum, ekki bara í svefni.

Það er lítið mál að búa til sinn eigin draumafangara, en hér eru fimm myndbönd sem hjálpa þér í þinni leit að hinum fullkomna draumafangara.

Nóg af litum

Á YouTube-síðunni Globe Studio One er farið mjög hægt yfir gerð draumafangara og litríkur er hann:

Dúskastuð

Í þessu myndbandi má sjá aðferð til að búa til draumafangara með dúskum, sem er afar skemmtileg aðferð:

Allt hægt að nýta

Í myndbandi frá YouTube-stjörnunni Chelsea Sadler má sjá skemmtilega leið til að búa til draumafangara, sem býður upp á að nýta alls kyns afganga á heimilinu:

Stílhreint

Kim Crystal er mjög góð að búa til draumafangara, til dæmis þennan hér:

Tré lífsins

Ef þið viljið áskorun þá búið þið til þennan draumafangara: