Þessa uppskrift fann ég á síðunni Babble og leita oft til hennar þegar ég er andlaus og í tímaþröng í eldhúsinu. Þessi réttur er negla!

Hnetu núðlur

Hráefni:

225 g spagettí
1 bolli hnetusósa
3 vorlaukar, smátt skornir
1–2 eldaðar kjúklingabringur, skornar í litla bita
½ bolli salthnetur, saxaðar

Aðferð:

Setjið spagettí í stóran pott með fjórum bollum af vatni og hnetusósu. Náið upp suðu yfir háum hita. Lækkið hitann um leið og byrjar að sjóða og hrærið reglulega í spagettíinu. Eldið þar til sósan byrjar að þykkna og pastað verður mjúkt, eða í um 15 mínútur. Blandið vorlauk, kjúkling og salthnetum saman við og hrærið vel. Berið strax fram.