Hrekkjavakan hefur verið haldin hátíðleg víðs vegar um landið síðustu ár og nú nálgast hún óðfluga. Hrekkjavakan verður væntanlega með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldurs COVID-19 og ólíklegt að börn rölti hús úr húsi til að næla sér í gotterí.

Það er hins vegar tilvalið að skreyta nærumhverfi sitt á hátíðinni til að létta lundina. Eitt vinsælasta skrautið á Hrekkjavöku eru grasker, sem margir skera út. Hér fyrir neðan eru fimm myndbönd fyrir þá sem vilja læra að skera út grasker, en hafið hraðar hendur því grasker seljast oftar en ekki upp í kringum Hrekkjavökuna.

1. Góður grunnur er gulls ígildi

Í eftirfarandi myndbandi er farið yfr hvernig á að skera út grasker eins og fagmaður. Frábært myndband fyrir byrjendur.

2. Aðferðarfræðin

Hér fyrir neðan er annað frábært myndband fyrir þá sem hafa aldrei skorið út grasker en langar til að prófa:

3. Flippað

Hér eru síðan nokkrar öðruvísi hugmyndir um hvernig á að nýta graskerið góða:

4. Fyrir lengra komna

Í þessu myndbandi má sjá útskurð fyrir lengra komna:

5. Áskorun

Og ef þú treystir þér í áskorun þá gætir þú föndrað grasker sem er að borða annað grasker: