Góðgerðarsamtökin Samferða aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum hvort sem það er tengt foreldrum eða börnum. Tilgangur samtakanna er fyrst og fremst að láta gott af sér leiða án nokkurs kostnaðar. Allt er unnið í sjálfboðavinnu, enginn tilkostnaður og engin yfirbygging.

Samtökin voru stofnuð 19. október 2016 af Rút Snorrasyni, Hermanni Hreiðarssyni, Örvari Þór Guðmundssyni, Sigurlaugu Ragnarsdóttir og Brynju Guðmundsdóttur.

Hægt er að senda Samferða ábendingar á Facebook síðu samtakanna https://www.facebook.com/samferdafoundation um einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda. Á fyrstu þremur mánuðum ársins styrktu samtökin 23 fjölskyldur og hefur ábendingum fjölgað mikið undanfarið sem þau hjá Samferða eru að vinna úr. Í apríl styrktu samtökin 27 fjölskyldur.

“Við höfum lagt áherslu á að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir áföllum. Einstaklinga með 4.stigs krabbamein, fjölskyldur langveikra barna þar sem annað foreldrið hefur þurft að hætta í vinnu til að sinna barni. Við höfum svo sem ekki haft mikið bolmagn til að gera meira en það fyrr en núna”, segir Örvar Þór Guðmundsson.

“Ábendingum og umsóknum hefur fjölgað mikið undanfarið en sem betur fer á það líka við um styrktaraðilana. Við viljum auðvitað hjálpa sem flestum og treystum á styrktaraðila til þess.”

Hægt er að styrkja Samferða með því að leggja beint inn á þau, setja upp fastar mánaðarlegar greiðslur hjá þjónustufulltrúa í banka eða hringja í 900 númer þeirra.

Bankaupplýsingar Samferða:
Banki 0327-26-114
Kt. 651116-2870

Einnig er hægt að hringja í 900 númer Samferða:
907-1081 – gefur 1000 krónur
907-1083 – gefur 3000 krónur
907-1085 – gefur 5000 krónur
907-1090 – gefur 10000 krónur