Microsoft Security Intelligence og Johns Hopkins-háskóli voru að senda frá sér aðvörun til Windows-notenda um að einhverjir óprúttnir aðilar væru að senda fólki falspósta sem virðast tengjast Covid-19 og innihalda Excel-skjal í viðhengi.

Hlaði fólk þessum skjölum niður geta þrjótarnir yfirtekið tölvu þeirra og nýtt sér alla öryggisbresti sem þær kunna að innihalda.

Hér er tilkynningin frá Johns Hopkins-háskólanum sem kom í kjölfar tilkynningarinnar frá MSI, en þar kemur m.a. fram að þrjótarnir hafa m.a. sent pósta í nafni Johns Hopkins með Excel-viðhengi sem nefnist „WHO COVID-19 SITUATION REPORT“.

Windows-notendur eru eindregið varaðir við öllum tölvupóstum sem innihalda viðhengi og ráðlagt að hlaða þeim alls ekki niður nema vera 100% viss um að þau komi örugglega frá aðila sem móttakandi þekkir og treystir. Hafið í huga að falspóstar virðast oft koma frá þekktum aðilum eða fyrirtækjum.

Ástæða er til að biðja þá sem þetta lesa að dreifa aðvöruninni áfram.

Hér er frétt Techtimes um málið og hér á Lifehacker.