Á bloggsíðunni The Kitchen Table Classroom er að finna afskaplega sniðuga og einfalda föndurhugmynd fyrir jafnt unga sem aldna.

Um er að ræða föndur þar sem laufblöð eru notuð sem stimplar og útkoman eru undurfögur listaverk.

Verkefnið er einfalt – maður einfaldlega litar laufblað með tússlitum að eigin vali, nær sér í autt blað og stimplar með þeirri hlið á laufblaðinu sem maður litaði.

Hægt er að leika sér með þetta fram og til baka en nánari leiðbeiningar að föndurverkefninu er að finna hér.