Á þessum fordæmalausum tímum hafa margir notað tímann til að skerpa á hæfileikunum í eldhúsinu. Hér er uppskrift sem ég fann ég síðunni Travel Cook Tell að dásamlegu risotto sem þarf einmitt að nostra við. Höfum við annars eitthvað betra að gera?

Aspas Risotto

Hráefni:

1½ bolli Arborio-hrísgrjón (risotto hrísgrjón)
3 bollar kjúklingasoð
¼ bolli þurrt hvítvín
1 aspas búnt (geymið 6 aspasstöngla til að bera fram með – skerið restina í bita)
1 lítill laukur, saxaður
2 msk. smjör
½ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
meiri rifinn parmesan ostur til að bera fram með

Hráefni:

Grillið 6 aspasstöngla með salti og ólífuolíu. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu. Bætið lauk saman við og eldið þar til laukurinn byrjar að mýkjast. Bætið hrísgrjónum saman við, víni og ½ bolla af kjúklingasoði. Hrærið stanslaust í blöndunni og bætið smátt og smátt restinni af soðinu saman við. Haldið áfram að hræra og bætið aspas saman við þegar helmingurinn af soðinu er kominn í pönnuna. Munið að hræra. Ef að soðið dugir ekki til að elda hrísgrjónin má bæta heitu vatni saman við. Þegar hrísgrjónin eru næstum því tilbúin er smjöri og parmesan osti bætt saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Haldið áfram að hræra vel. Berið fram með parmesan osti og grilluðum aspas.