„Hlustaðu á líkamann. Kökkur í hálsinum? Hvað er kökkurinn að segja þér?“

Ófyrirgefin mál geta valdið reiði og gremju og af hverju ættum við að vilja lifa í reiði?

Í þessum þætti fara Anna Claessen og Friðrik Agni yfir mikilvægi þess að gera upp gamlar tilfinningar og sár til þess að geta haldið áfram veginn. Og þau velta fyrir sér persónulegum mörkum. Getum við sagt nei?

ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er styrkt af Laugar Spa Organic Skincare.

Fylgstu með á Instagram og Facebook til að skyggnast á bakvið ÞÍN EIGIN LEIÐ.