Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er viðmælandi vikunnar á Arnarhóli þar sem farið er yfir víðan völl.

Áslaug spjallar við Atla og Svenna um starfsferil sinn, þingheiminn, COVID-19, nýju stjórnarskrána, breytingar á áfengislögum og svo margt fleira.

Embla Örk teiknaði þessa stórskemmtilegu mynd af Áslaugu, Bjarna og Brynjari í líki Bjarnabófanna en Áslaug bregst einnig við myndinni í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.