Ásta er fædd í Reykjavík þar sem hún byrjaði að stunda dans aðeins 4.ára gömul. Þegar hún var 13.ára flutti hún til Danmerkur með fjölskyldunni þar sem hún byrjaði feril sinn sem dansari. Þar varð hún 6 sinnum Danmerkur meistari í unglingaflokk og keppti fyrir hönd Danmerkur á stórum mótum eins og Blackpool, Copenhagen Open, Norður Evrópu Meistaramóti og mörgum fleirum. Árið 2005 flutti hún til Englands og hélt áfram glæstum ferli sínum þar.

Ásta Sigvaldadóttir

 

Ásta hefur búið í New York síðan 2012 þar sem hún keppir fyrir hönd Bandaríkjana með Andrei Kazlouski dansfélaga sínum. Hún hefur ferðast um allan heim síðustu ár að keppa, kenna og afla sér reynslu og er nú ein af færustu dönsurum heims í Suður-Amerískum dönsum. Ásta og Andrei hafa náð frábærum árangri á stórum mótum erlendis og urðu meðal annars Bandaríkjameistarar í Latin Pro flokknum árið 2017. Í síðasta mánuði urðu þau svo Atvinnumeistarar í Suður-Amerískum dönsum í Cleveland Dance sport Challenge sem er ein af virtustu danskeppnum heims.