Ástartungumálin 5 eftir Gary Chapman eru frábært verkefæri til þess að vinna með ástina í hjóna-og parsambandinu. Vandinn í parsambandinu er oft sá að tala ástartungumál sem við skiljum en skiljum svo ekkert í því að maki okkar skilur það ekki.

Ástartungumálin eru fimm og yfirleitt er það eitt sem lætur allt tikka fyrir okkur. Við höfum svo oft séð að makar reyna að tala ástartungumálið sem hinn makinn skilur ekkert í.

Við það myndast vonbrigði þar sem makinn upplifir að það sem hann gerir sé ekki metið. Málið er að það er ekki að makinn meti ekki það sem er gert heldur talar hann ekki þetta tungumál. Svona eins og að reyna að tala íslensku við einhvern í þýskalandi.

Lærum hvert er ástartungumál maka okkar svo við getum sýnt maka okkar elsku eins og hann skilur.

  1. Snerting
  2. Uppörvandi orka
  3. Gjafir
  4. Gæðastundir
  5. Þjónusta

Til að panta á námskeið eða í ráðgjöf:

Panta tíma í ráðgjöf hjá Baldri

Panta tíma hjá Barböru

Taktu prófið, hvað er þitt ástartungumál?

Heimasíðan okkar

Spurðu okkur spurningu og hentu á okkur „læki“!