Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu þann 5. nóvember árið 1913

„Auðugasta barn í heimi er drengur að nafni Vinson Walsh Mc. Lean. Þegar hann fæddist átti hann 400 milj. krónur, og áður en hann vex svo upp,að hann geti farið að eyða fé, verður þessi upphæð yfir 800 miljónir. Ef hann skyldi nú verða duglegur maður og sóaði ekki fé úr hófi fram, yrði hann um þrítugt talsvert ríkari en mesti auðkýfingur veraldarinnar, sem }. P. Morgan hét, og nú er dáinn fyrir ári síðan. Fé þetta 

erfði drengurinn eftir þau afa sinn og ömmu, en foreldrar hans eru heldur ekki blásnauð, því eftir þau fær hann 200 ‘ milj. kr. arf. Þegar Vinson varð þriggja ára var mikið um dýrðir. Tvö hundruð börnum heldra fólksins í Washington var boðið í afmælisveisluna. Foreldrarnir voru ekki talin með, því þau komu til þess að gæta barna sinna. Afmælisgjöfunum rigndi nú yfir barnið eins og nærri má geta. Foreldrar hans gáfu honum fullkomna eftirlíkingu af stærsta skipi heimsins sem þá var Lusitania, með  gufuvélum, loftskeytaáhöldum og raflýsingu. Kostaði gripurinn 10,000 dali (ca. 40,000 krónur). Auk þess voru honum gefnar flugvélar, neðansjávarbátar, brúður sem gátu talað, hvolpar, ketlingar, hermenn úr líni sem gátu gengið, grammofón, járnbraut með öllu tilheyrandi, svo og gufuvagn, fólks- og flutningsvögnum og jámbrautarstöð. Auk alls þessa bárust honum einnig óteljandi munir aðrir, og kostaði þetta allt mörg hundruð þúsund krónur.

Drengurinn hefir 14 herbergi til þess að leika sér í. Þar var öllum þessum gripum komið fyrir auk þeirra, sem hann átti fyrir og geta menn getið sér nærri, hvort ekki hefir verið glatt á hjalla þar á afmælisdaginn. Dýrasta leikfangið sem Vinson á, er bifreið sem hann ekur í, aftur á bak og áfram,um þessi 14 herbergi sín. Vagnin er að fullu og öllu eins og þeir vagnar, sem notaðir eru til fólksflutninga. Sætin eru dúnmjúk, og allur er vagninn fóðraður innan, til þess að ekki skuli fara illa um piltinn, ef hann skyldi sofna þar í ógáti. Gripur þessi var smíðaður í París, og kostaði, með flutningsgjaldi, 165 þús. krónur. Mc. Lean fjölskyldan á fjórar geysistórar og skrautlegar hallir, sem hún býr í til skifta. A milli þeirra er óravegur, og er því allur farangur fluttur á járnbrautarvögnum, og í hvert skifti eru margir vagnar eingöngu hlaðnir leikföngum Vinsons litla. Auk þessa, sem hér hefir nefnt verið, má geta þess, að hann á fimm barnfóstrur, sem gera ekkert annað en hlýðnast keipum hans; því það er auðvitað, að ekkert má láta á móti auðkýfingnum. Fjórir varðmenn gæta hans nótt og nýtan dag. Rúmið hans er úr gulli; kostaði það 200 þús. krónur, og var einu sinni í eign Leopolds Belgiu konungs. Tvisvar hefir verið gjörð tilraun til þess að nema Vinson litla á brott. Bófafélagið »Svarta höndin«, sem mun um nokkura ára skeið hefir drýgt klæki sína í stórborgum Ameríku, veit vel hvers virði drengurinn er. Ef félagið gæti klófest hann, mundi það fá í lausnargjald hvað sem það heimtaði. En drengsins er vel gætt, svo það eru litlar líkur til þess að honum verði stolið.“

Þrátt fyrir þessa lýsingu á lífi þessa ríkasta barns í heimi þá var það nú ekki svo að líf hans væri dans á rósum. Hann var alla tíð mikið veikur af flogaveiki og 9 ára gamall varð hann síðan fyrir bíl fyrir utan heimili sitt og lést.

Margir vilja meina að það sé engin tilviljun hversu illa fór fyrir Vinson litla. Þannig er nefnilega mál með vexti að móðir hans Vinson, Evelyn Walsh McLean, var næst síðasti eigandi Hope demantsins svokallaða, en á honun var talin hvíla bölvun.

Hope demanturinn er 45 karata blár demantur sem er talinn eiga uppruna sinn í Indlandi. En upprunalega var hann 112,5 karöt.
Árið 1653 var hann síðan seldur franska gimsteina kaupmanninum Jean-Babtiste Tavernier. Hann seldi hann Lúðvík fjórtanda konungi Frakklands árið 1668 með myndarlegum hagnaði, en gat því miður ekki notið auðsins lengi því skömmu síðar var hann drepinn af hópi villtra hunda. Hjá frönsku konungsfjölskyldunni gekk hann síðan í erfðir þar til þau María Antoinette og Lúðvík sextándi glötuðu hvort sínu höfðinu. Komst hann þá i eigu franska ríkisins, en þaðan var honum stolið 1791. Árið birtist síðan 45 karata hluti hans í gimsteinasafni Hope fjölskyldunnar í London, en þaðan hefur hann upplífgandi nafn sitt. (heimild Wikipedia)

Demanturinn fer síðan í gegnum fjölmarga eigendur þar til hann endar í höndum Pierrie Cartier (barnabarni Louis-Francois Cartier stofnanda  hins heimfræga vörumerkis) Það er af honum sem Evelyn Walsh McLean kaupir Demantinn, hún gekk mikið meðan hann og átti hann þar til hún lést árið 1947. Hún trúði þó aldrei sögum um meinta bölvun, það væri þó ekki langsótt að halda öðru fram,  enda lést fyrrnefndur sonur hennar í bílslysi, dóttir hennar dó úr of stórum lyfjaskammti. Þá fór dagblað fjölskyldunnar, The Washintong Post á hausinn. Síðast enn ekki síst þá stakk Ned eiginmaður hennar af með annarri konu og endaði svo á geðveikrahæli þar sem hann dvaldi til dauðadags.

Saga bölvunarinnar er of löng til að fara yfir hana alla hér, en skv sögunni, var því þannig farið að þeir einir slyppu við hana sem létu græðgi ekki ráða för. Eftir að Evelyn lést eignaðist maður að nafni Harry Winston demantinn árið 1949. Hann ferðaðist á milli staða og sýndi demantinn þar til hann gaf Náttúruminjasafni Bandaríkjanna árið 1958 þar sem hann hefur verið til sýnis síðan.

Verðmæti hans er í dag talið vera um 350 miljón dollarar eða um 51 miljarður íslenskra króna