Gríski langhlauparinn Marios Giannakou lagðist á dögunum í fjallgöngu sem hann hefur lýst sem þeirri mikilvægustu og fallegustu ævi sinnar, en hann fór upp á tind Ólympusfjalls með hreyfihamlaðan líffræðinema að nafni Eleftheria Tosiou á bakinu. Hinni 22ja ára gömlu Tosiou, sem er bundin við hjólastól, var komið fyrir í sérgerðum bakpoka á baki Giannakou á fjallgöngunni, sem tók tíu klukkustundir alls.

Hlauparinn á langan feril að baki þegar kemur að frækilegum afrekum. Hann hefur meðal annars hlaupið 270 km leið yfir Al Marmoum-eyðimörkina. Einnig náði hann fyrsta sæti í jökulköldu 150 km víðavangshlaupi á Suðurskautslandi. Á undan fjallaferðinni með Tosiou hafði hann komist á tind Ólympusfjalls lítil 50 skipti.

„Fyrir mér skipta öll alþjóðlegu hlaupin, verðlaunapeningarnir og viðurkenningarnar sáralitlu máli við hliðina á þessu,“ sagði Giannakou við gríska dagblaðið Greek Reporter.

Giannakou og Tosiou kynntust í september síðastliðnum. Þegar hún sagði honum frá því að draumur hennar væri að komast upp á hæsta tind Ólympusfjalls ákvað hann að 51sta skiptið hans upp á þetta volduga fjall yrði það alsérstakasta.

„Ekkert er raunverulegra en draumur,“ sagði Giannakou í færslu á Instragram-síðu sinni strax eftir afrekið. Nokkrum dögum síðar bætti hann við, í annarri færslu:

„Ég vil þakka Eleftheriu fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að verða betri manneskja og minna mig á það sem við öll gleymum oft: að við verðum að lifa lífinu án ótta.

View this post on Instagram

Με την Ελευθερία θα προσπαθήσουμε να ανέβουμε την επόμενη εβδομάδα στην ψηλότερη κορυφή της Ελλάδας, κουβαλώντας την στην πλάτη με ένα ειδικά τροποποιημένο σακίδιο. Αν το καταφέρουμε θα γίνει ο πρώτος άνθρωπος με αναπηρία που θα δει την Ελλάδα από το πιο ψηλό σημείο της. Για μένα όλοι οι αγώνες του κόσμου , τα μετάλλια και οποίες διακρίσεις μέχρι τώρα είναι πολύ λίγα μπροστά σε αυτόν τον σκοπό. Προσωπικά νιώθω πιο έτοιμος από ποτέ για κάτι τέτοιο και ευχαριστώ πολύ την Ελευθερία που δίνει την ευκαιρία να γίνω καλύτερος άνθρωπος και να μου υπενθυμίσω αυτό που ξεχνάμε όλοι μας συχνά : ότι την ζωη πρέπει να την ζούμε χωρίς φόβο . 10 days left #mtolympus

A post shared by Marios Giannakou (@marios_giannakou) on