Gianna Floyd yngsta dóttir George Floyd er nú hluthafi að Disney. Birti hún myndir af sér á samfélagsmiðlum ásamt þökkum. Talsmaður Barböru Streisand hefur staðfest að Barbara hafi sent Giönnu hlutabréfin en vildi ekki staðfest hversu stór hlutinn í Disney Giönnu var gefið.

 

Aðstoð á erfiðum tímum

Fjöldi frægra hafa stigið fram á þessum tímum til aðstoðar Floyd fjölskydunni, en George Floyd var myrtur í lögregluhaldi og var morðið upphaf að mótmælum gegn ofbeldi víðsvegar um heiminn.

Kanye West stofnaði reikning til að greiða fyrir skólagjöld Giönnu og birti hún þakkir til hans í gær.

Styrkatsíða Go Fund Me fyrir Giönnu hefur einnig safnað yfir 2 miljónum dollara að svo stöddu.
Einnig hefur HáskólinnThe Texas Southern University boðist til þess að bjóða ungu dömunu fullan námsstyrk til náms hjá þeim ásamt því að nemendasamtökin (e. Sorority) Alpha Kappa Alpha bauð fullan námsstyrk í hvaða framhalds og háskóla landsins sem hefur sögulega þýðingu í menningasögu svartra.