Innan skamms hefst upplýsingafundur Landspítala vegna hópsýkingar COVID-19 á Landakoti og útgáfu skýrslu um hópsýkinguna sem unnin var af Lovísu Björk Ólafsdóttur.

Á blaðamannafundinum mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar, fara yfir kynninguna. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hafa einnig framsögu á fundinum.

Hópsýking kom upp á Landakoti í lok október og talið er að á annað hundrað smit í þriðju bylgju heimsfaraldurs COVID-19 séu rakin til sýkingarinnar. Talið er að tæplega fimmtán prósent sjúklinganna sem smituðust séu látin en hópsýkingin olli minnst tíu andlátum.

Horfa má á fundinn hér fyrir neðan en hann hefst klukkan 15.