Alla fimmtudaga á aðventunni mun Þjóðleikhúsið vera með beinar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi í leikhúsinu og flytja landsmönnum þekktar perlur leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin.

Í kvöld klukkan 20.00 er komið að fyrstu beinu útsendingunni en þá verða flutt valin brot úr Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Útsendinguna má horfa á hér fyrir neðan.

„Skugga-Sveinn var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi,“ segir í færslu Þjóðleikhússins. „Verkið er alþýðlegur gamanleikur með söngvum og efnið hjátrú, ótti við hið ókunna, ást og hatur. Benedikt Erlingsson gerir hér eigin atlögu að verkinu og Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir mun leika Skugga Svein og Hilmir Snær mun leika Grasa Guddu.“

Útsendingar Þjóðleikhússins fram að jólum verða í anda hins klassíska útvarpsleikhúss sem Íslendingar þekkja flestir all vel. Alls verða fimm verk leikin til jóla en auka Skugga-Sveins eru það Rung læknir, Nýársnótt, Dóttir Faraós og Ævintýri á gönguför.

Horfið á beina útsendingu frá Þjóðleihúsinu hér fyrir neðan: