“We cannot ask people to give to us something that we do not believe we are worthy of receiving.”
Brene Brown

Bogmannsmerkið hefur notið mikils styrks síðasta árið. Skiptingar eru núna í korti bogmannsins en aðalpláneta sem hefur skipað rísandann síðan síðasta haust fer nú í sitt erfiðasta merki þar sem hans þyngsti andstæðingur situr, Satúrnus. Þar sem Júpiter táknar þenslu og Satúrnus stöðnun og skort, henta þeir orku hvers annars afar illa og fyrst eftir þessi merkjaskipti – það er að segja í nóvember og sér í lagi í desember verður skortur á frelsi og þenslunni sem bogmaðurinn þrífst svo vel í.

Júpiter rennur yfir Plútó rétt áður en hann færir sig á tuttugasta nóvember og þetta gæti skapað miklar breytingar, sér í lagi á heimili og heimilisaðstæðum. Það gefur því að skilja að hræringar eru á sjóndeildarhringnum.

Góðu fréttirnar eru þær að öflugasti bandamaður bogmannsins – Sólin sjálf – rennur í húsi tekna, vina og áhrifavalda frá 15. október til 15. nóvember næstkomandi og skapar farveg fyrir sterkt bakland og öfluga bandamenn. Hikaðu ekki við að leita til þinna nánustu á þessum tíma.