Árið 2020 eru sérstaklega mikið hræringarár í lífi bogmanns rísandi. Hann fær að finna fyrir varnarleysi og viðvarandi óstöðugleika. Hann mun þurfa að vinna markvisst að því að finna nýja stefnu og nýtt heimili en stoðir, eignir og sjálfsmynd eru í stöðugri nýmyndun ef svo má að orði komast.

Júlí er mánuður þar sem ekkert liggur í föstum skorðum og kjarni bogmannsins, bæði heimilið, tilfinningalíf og almennar stoðir hanga í lausu lofti og óvíst um hvernig framtíðin mun hreinlega líta út. Lokað hefur verið fyrir sjón og framsýn og það eina sem þú getur gert kæri bogmaður er að treysta.

Ástarmálin hafa reynst honum erfið núna síðustu vikur, keppinautar eða höfnun gert vart við sig og sjálfsmyndin tekur hnekki í kjölfarið. Bogmaðurinn getur þó fagnað í júlí því þá skapast honum léttir, því ný tækifæri, stuðningur, gleði og þekking rennur í garð. Það má segja að hann finni gríðarlega örvandi og yndisleg samskipti og kjölfarið mun ástin banka uppá. Nú er tíminn hjá bogmanninum að opna huga og hjarta og taka á móti blessunum því mikið af því mun gera vart við sig í samböndum, sérstaklega viðskiptatengdum samskiptum. Almennt séð er mikil heppni sem umlykur kort bogmannsins í júlí, heppni, þensla, barnalán, handleiðsla og gleði.

Þrátt fyrir óvissu í lífi bogmannsins er Júpiter á mörkum þess að renna á öflugasta stað kortsins sem mun skapa gríðarleg tækifæri til hamingju og vaxtar og þá sér í lagi í tengslum við barneignir, gróðrasamar fjárfestingar og ástríkt ástarsamband.