Fyrri helming september mánaðar eru sterkustu þættir í lífi bogmannsins stuðningur, trú, meðbyr og aðstoð yfirvalda, föðurs eða kennara. Vinna með ritvinnslu, hvers kyns miðlun, ræðumennsku, skriftir eða kennslu færir orðstýr þinn skrefum ofar í september kæri bogmaður.

Bogmannskortið er í raun mjög sterkt í september og með aðalplánetu á rísanda í smástirninu „ósigrandi“ veitir þér stóra sigra núna í septmber og þá sérstaklega eftir 12ta september þegar þessi pláneta snýr loksins fram á við.

Veikustu þættir kortsins eru tekjuflæði og útlit en það gæti verið lítið eða takmarkað við erfiða vinnu. Þetta mun lagast smám saman eftir 19 september þegar Rahu færir sig. Rahu hefur síðustu 18 mánuði verið að skapa bogmanninum nýjar tengingar og sambönd. Þrá í mannleg tengsl og myndun sambanda hefur rekið lífsneista bogmannsins en nú tekur þessi neisti grundvallandi breytingum og í september færist fókusinn á nýbreytni í atvinnu- og heilsumálum.

Þjónusta, rútína, agi og efling atvinnusviðs mun eiga hug og hjarta þitt kæri bogmaður – frá og með 19 september og næstu 18 mánuði lífs þíns. Treystu elsku bogmaður og njóttu stóru sigranna þinna!