„If you think adventure is dangerous, try routine, it is lethal.“
-Paul Coelho

Sólin tekur sér stöðu efst á sjóndeildarhringnum fyrir bogmanninn í október og í gegnum þessa björtu sólarorku rís orðstýr hans og frægðarsól. Stuðningur við frama eða uppbyggingu hans verður áberandi og rausnarleg fyrri hluta október og þetta mun skila sér í aukinni vinnu og svo auknum tekjum eftir miðjan mánuðinn.

Nú hefur Rahu einnig fært sig á atvinnuvettvang og rútínu og sendir feginsamlegt áhorf á hús tekna sem hefur legið lamað hjá bogmanninum síðustu vikur, þú verður glaður að sjá auknar tekjur renna í garð kæri bogmaður. Þessar breytingar hafa einnig í för með sér mikla þörf fyrir aukið skipulag og afköst í vinnu og hreinsunarvinna á öllum vígstöðum er farinn að hvísla að þér. Þetta vel þegna skipulag mun skapa þér svo bætt tekjuflæði og hraðari framvindu í daglegum athöfnum.

Í október kemur ástin þér til aðstoðar en þegar venus rennur um níunda húsið fyrir bogmann má gera ráð fyrir miklum almennum tekjustuðningi sem og stuðningi frá öllum konum, listsköpun og munaði. Láttu þér nú líða vel elsku bogmaður og taktu á móti þessum velvilja sem kemur í flóðbylgju allan októbermánuð.