Hver elskar ekki Maltesers?

Ég hef allavega ekki enn þá fundið manneskju sem getur ekki borðað þessar litlu kúlur sem eru í senn stökkar en bráðna jafnframt í munni. Ég allavega gleymi stund og stað þegar ég fæ mér poka af Maltesers, eða tvo, halla aftur augunum og læt streitu og áhyggjur líða úr líkamanum. Jebb, ég elska mitt Maltesers.

Þessi uppskrift er úr bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og sem fyrr var það Sunna Gautadóttir sem myndaði þessa gómsætu dúlludúska.

En nú er komið að litlu Maltesers-dúllunum mínum.

Magnaðar Maltesers kökur

Bollakökur:

175 g mjúkt smjör
3/4 bolli ljós púðursykur
3 stór egg
1 1/8 bolli hveiti
4 msk kakó
8 fínmalaðar Maltesers-kúlur
1-3 msk mjólk
12 heilar Maltesers-kúlur

Krem:

150 g mjúkt smjör
3 bollar flórsykur
8 fínmalaðar Maltesers-kúlur
1-3 msk mjólk

Aðferð:

Byrjið á bollakökum. Hitið ofninn í 180°C og takið til múffuform. Blandið smjöri og púðursykri vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjum, hveiti, kakó og kúlunum saman við og blandið vel. Blandið smá mjólk saman við ef deigið er of þykkt. Bætið eggjum, hveiti, kakó og kúlunum saman við og blandið vel. Blandið smá mjólk saman við ef deigið er of þykkt.

Svo er það kremið. Þeytið smjörið í 3-4 mínútur og bætið flórsykrinum smátt og smátt saman við. Blandið kúlunum saman við og smá mjólk ef kremið er of þykkt. Skreytið kökurnar með kreminu og auðvitað nokkrum Maltesers-kúlum, heilum eða muldum. Þetta gerist ekki mikið betra!