Ítalski ljósmyndarinn Gabriele Galimberti ferðaðist um heiminn árin 2012 og 2013. Á þessum tíma flakkaði hann á milli sófa til að sofa á, svokallað „couchsurfing“. Hann fékk þá hugmynd að ljósmynda börn sem tengdust stöðunum sem hann gisti á í þessari heimsreisu, en börnin myndaði hann með uppáhaldsdótinu sínu.

Afraksturinn er bókin Toy Series: Photos of Children from Around the World and Their Favorite Things. Í bókinni eru börn frá meira en fimmtíu löndum.

Í myndunum endurspeglast sú misskipting auðs og lífsgæða sem ríkir í heiminum, en Ísland á meira að segja þátttakanda í bókinni, hann Ragnar sem var þriggja ára þegar myndin var tekin. Meðal annarra landa sem Gabriele ferðaðist til eru Kína, Svíþjóð, Malaví, Bandaríkin og Haítí.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr bókinni og við byrjum auðvitað á heimaslóðum. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Gabriele.

Ragnar, 3 ára, Reykjavík, Ísland

Rivaldo Fesna, 5 ára, Port-Au-Prince, Haítí

Chiwa, 4 ára, Mchinji, Malaví

Tangawizi, 3 ára, Keekorok, Kenýa

Maudy, 3 ára, Kalulushi, Zambía

Kafele, 5 ára, Mkanda, Malaví

Bothe, 4 ára, Maun, Botswana

Arafa og Aisha, 4 ára, Bububu, Zanzibar

Porjai, 3 ára, Bangkok, Thaíland

Zi Yi, 3 ára, Chongquing, Kína

Virginia, 5 ára, American Fork, Utah, Bandaríkin

Can Hasan, 5 ára, Tyrkland

Alessia, 5 ára, Castiglion Fiorentino, Ítalía

Ernesto, 3 ára, Flórens, Italía

Taha, 4 ára, Beirút, Líbanon

Bethsaida, 6 ára, Port-Au-Prince, Haítí

Callum, 4 ára, Fairbanks, Alaska, Bandaríkin

Lauren, 6 ára, Muskoka, Kanada

Naya, 3 ára, Managua, Nicaragua

Allenah, 4 ára, El Nido, Filippseyjar

Talia, 5 ára, Timimoun, Algería

Puput, 4 ára, Ubud, Balí

Julia, 3 ára, Tirana, Albanía