Tveir bræður í New York-fylki hafa sameinast á ný, sex áratugum eftir að þeir voru aðskildir. Don Crawford, 67 ára, og bróðir hans, Bruce DeLude, 69 ára, voru gefnir til ættleiðingar þegar Don var aðeins 7 ára og Bruce 9 ára.

“Ég held við höfum ekki einu sinni vitað að það ætti að aðskilja okkur fyrr en þau settu mig í einn bíl og hann í annan bíl, og það var það síðasta sem ég sá af honum,” sagði Crawford.

Bræðurnir sögðust hafa eytt mörgum áratugum í að finna hvorn annan, en hvorki gekk né rak þar til dóttir DeLude, Heather, tók við leitinni. Einn daginn fékk hún símanúmer sem hún taldi tilheyra horfnum föðurbróður sínum. “Ég skildi eftir þrjú skilaboð handa Donald og eftir það þriðja hringdi hann í mig og við létum af þessu verða,” sagði Heather.

Bræðurnir hittust svo loks augliti til auglitis, umkringdir vinum og vandamönnum.

“Mér fannst þetta ekki í eina sekúndu vera raunverulegt,” sagði DeLude um það að komast að því að bróðir hans væri fundinn. “Ég var í algjöru sjokki.”

Samkvæmt Crawford mun fjölskyldan nú framvegis halda upp á afmæli endurfundanna á hverju ári, og munu þeir ganga undir nafninu “jól í september.”

Sjáið myndskeiðið hér að neðan: