Brian May, gítarleikari hljómsveitarinnar Queen, greindi frá því í Instagram-færslu í gær að hann hefði fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum sem hefði getað farið illa ef vinur hann hefði ekki verið staddur hjá honum.

Brian, sem er orðinn 72 ára, greinir frá því að eftir komuna á sjúkrahús þar sem læknar hafi bjargað lífi hans hafi rannsókn leitt í ljós að þrjár æðar í og við hjartað voru við það stíflast. Því hafi nú verið „kippt í liðinn“ og sér líði alveg ótrúlega vel eftir aðgerðina.

Um leið og alvara málsins er augljós gat Brian þó ekki stillt sig um að grínast dálítið að atvikinu en eins og flestir vita gaf Queen á sínum tíma út plötuna Sheer Heart Attack.

Annars er best að láta Brian sjálfan hafa orðið:

Mynd: Queen Online.