Nýverið kom út á Netflix heimildamyndin David Attenborough – A Life On Our Planet. Hér er rakin saga hins víðfræga 94 ára gamla heimildamyndargerðarmanns, sem er jafnan talinn til frægari talsmanna náttúruverndar í heiminum. Lífshlaup hans og ferill er settur í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa á jörðinni og náttúrunni yfir þetta langa skeið, og svo ræðir Attenborough um hvaða úrræði við mögulega höfum þegar hér er komið sögu.

Myndin hefur hlotið nær einróma lof gagnrýnenda. Natalia Winkelman, gagnrýnandi New York Times, sagði meðal annars að það væri stórkostlegt afrek hvernig hún nær að stilla Attenborough upp sem milligöngumanni á milli náttúrunnar og mannkynsins. Sömuleiðis sagði Ed Potton hjá Times í Bretlandi að Attenborough væri fullkominn til þess að koma svona gríðarstóru og mikilvægu málefni til skila á persónulegan en jafnframt áhrifaríkan hátt.

David Attenborough: A Life On Our Planet streymir á Netflix núna. Sjáið stikluna hér að neðan: