Deila óborganlegum myndum af krúttlegum hundum
Þetta er nákvæmlega það sem allir þurfa til að hressa sig við!


Það er gaman að uppgötva nýja, skemmtilega og jákvæða Facebook-hópa. Dogspotting er einn af þessum hópum.
Eins og nafnið gefur til kynna birta meðlimir hópsins myndir af hundum sem þeir hitta á förnum vegi.
Margar myndirnar eru ansi kostulegar, aðrar krúttlegar og restin algjör gersemi.
Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum sem deilt hefur verið í hópnum en þeir sem vilja fleiri æðislegar hundamyndir geta beðið um inngöngu í hópinn sem telur nú tæplega tvær milljónir meðlima.