„Við erum gerð til þess að gera hluti. Ég er með huga, líkama og sál og ég ætla að gera allt sem ég get gert því ég, og við, erum lifandi!“

Hafsteinn Þór Guðjónsson, eða Haffi Haff, hefur gefið út poppsmelli, er þekktur fyrir yfirdrifna sviðsframkomu og persónuleika en sýndi einnig að hann getur dansað í dansþáttunum Allir geta dansað.

Í þessu samtali kemur meðal annars fram að Haffi lærir með því að gera, sér tækifærin sem gjafir og gerir því alltaf sitt besta. En stærsta verkefnið er alltaf verkefnið sem hann fæst við í augnablikinu sem er einfaldlega dagurinn í dag og lífið sjálft sem hann tæklar af einskærum kærleik og mögnuðu innsæli.

Athugið að þessi þáttur fer fram bæði á íslensku og ensku þar sem Haffi ólst upp í Bandaríkjunum, eins og kemur einnig fram í samtalinu.

ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar. Fylgstu með á nstagram og Facebook @fridrikagni.