Það er svo oft talað um „self care“ eða hvað fólk gerir til að viðhalda jafnvægi, láta sér líða betur/vel og hlúar að góðri geðrækt.

Ég hef ekki kortlagt allt sem ég þarf enda samanstendur það af mörgum bjargráðum en eitt er samt alger kjarni og klikkar ekki þegar ég þarf að fá útrás, bæði andlega og líkamlega en ég á það til að það hellist yfir mig eirðarleysi og hugurinn fer á ofsa hraða útum allt og staldrar ekki við eina hugsun í einu.

Það sem virkar einna best fyrir mig er að fara niður í fjöru og tína steina og skeljar.
Alveg eins og maður gerði sem barn.

Nú er ég á engan hátt að segja að þetta sé töfralausn við heimsins vanda, það er það alls ekki, en í litlum heimi eins einstaklings er gott að finna eitthvað sem hjálpar. Þí það kunni að virka barnalegt og tilgangslaust.
Fyrir suma virkar jóga eða skokk eða púsl eða krossgátur en þetta er mitt.

Èg verð að ná tengingu við hafið og þá færist yfir kerfið mitt ró, líkaminn fær einhverskonar útrás í tryllingi hafsins en steinarnir og skeljarnar róa hugann.
Ég hef gert þetta, þurft þetta, frá því að ég man eftir mér. Og ég er alltaf með einn eða fimm steina í vasanum eða lófanum.

Hvað virkar fyrir þig?