Ég fann þessa uppskrift á vefsíðunni Gourmandize og varð að deila henni með ykkur. Hér er um ræða dúnmjúka köku sem inniheldur engin egg og tekur enga stund að baka.

Eggjalausa kakan

Hráefni:

1 1/2 bolli bragðlítil jógúrt
1/2 bolli sykur
1/4 bolli grænmetisolía
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
smá salt
1/4 bolli möndluflögur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til formkökuform. Smyrjið það vel. Blandið jógúrtinni og sykri saman í skál. Blandið síðan olíu saman við og hrærið vel. Blandið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og salti saman við þar til deigið er kekkjalaust. Hellið deiginu í formið og stráið möndluflögum yfir toppinn. Bakið í 30 til 35 mínútur og njótið!