Kærustuparið Eiríkur Hilmarsson og Marólína Fanney Friðfinnsdóttir, sem betur er þekkt sem Malla, ákváðu að endurgera myndband við lagið Volcano Man fyrir stuttu, en lagið er orðið heimsfrægt úr Eurovision-myndinni svokölluðu sem sýnd er á Netflix.

Myndband Eiríks og Möllu er nánast nákvæm eftirlíking af hinu upprunalega og í raun stórskemmtilegt uppátæki hjá kærustuparinu.

Volcano Man sló í gegn í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga með þeim Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum, en Netflix tók myndina til sýninga í sumar. Eins og flestir vita fjallar hún um vini frá Íslandi sem keppa í Eurovision-keppninni með skrautlegum afleiðingum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Eiríks og Möllu:

Og hér er hið upprunalega: