Starship flaugin var sett á hreyflana Sunnudaginn 22.okt 2020

Fyrirtækið SpaceX undir forystu Elon Musk stefnir á að vera komin með milljón manna byggð á Mars árið 2050.

Um helgina var Starship flaugin sett á Starhopper hreyflana sem áætlað er að fari í 15.km reynsluflug og lenda svo aftur á jörðinni. Lykilatriði til þess að reglulegir fólksfluttningar geti orðið að veruleika eru nefnilega endurnýtanlegar flaugar.

Starship flaugarnar eiga að þjóna fluttningi milli Mars og jarðarinnar. Ef það fer vel er planið að senda tvær Starship flaugar með búnaði af stað árið 2022 og fylgja því eftir með fjórum flaugum árið 2024. Tvær flaugar með búnaði og tvær með fyrsta fólkinu sem mun setja upp búðir. Þegar það stig er orðið klárt eiga að fara þrjú flug á dag í eitt ár með 100 manns um borð í hverri flaug.

Það er raunverulegur möguleiki á að hér verði mannabyggð fyrr en síðar.

 

 

 

 

 

Starlink
Starlink

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starlink er annað fyrirtæki sem Musk stofnaði árið 2015  sem stefnir á að vera með 5G gervihnatta samband fyrir alla jörðina árið 2021. Alveg sama hvar þú ert staðsettur það verður hágæða netsamband. Þetta sama kerfi á svo að setja á sporbaug um Mars svo þar verði fullt netsamband. Þannig mun fólk á báðum plánetum geta verið í fullkomnu sambandi sem mun vera grundvöllur fyrir byggð á Mars.