Það virðist vera svoldið sérstakt með okkur íslendinga hvað við eigum erfitt með að taka af stað á grænu ljósi. Ég tók svosem ekki mikið eftir því fyrr en ég flutti aftur heim eftir áratug á meginlandinu. Þar gat maður tekið af stað á grænu ljósi samferða ca 5 bílum og aðrir fylgdu stundvíslega eftir. Í Reykjavík er annað mál á dagskrá. Þar hef ég setið föst fyrir aftan bíl þar sem enginn fór yfir á grænu, en það er kannski ekki algengt. Engu að síður virðist vera erfitt fyrir okkur að taka af stað þegar græna ljósið birtist. Eru allir að gleyma sér í símanum á meða þeir bíða, erum við bara svona utan við okkur eða er kannski önnur ástæða fyrir þessu. Ég ákvað að kynna mér aðeins umferðarljós.

Talið er að breski verkfræðingurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Fyrstu ljósin voru gaslampar með rauðu og grænu ljósi. Þau voru tekin í notkun 9.des 1868 á gatnamótum Great George street, Parliament Street og Bridge street í Westminster, London til að stjórna umferð hestvagna fyrir framan þinghúsið. Þau voru aðeins notuð eftir myrkur og lögreglumaður stóð við ljósið og stjórnaði því. Tæpum mánuði seinna þann 2.jan 1869 sprakk ljósið og særði lögreglumannin. Fyrsta rafmagnsljósið var sett upp í Cleveland í Bandaríkjunum þann 5.ágúst 1914 og voru handstýrð af lögreglumönnum. Sjálfvirka þriggja ljósa kerfið sem við þekkjum í dag var hannað af lögreglumanninum William Patts og fyrst sett upp á gatnamótum Woodward og Michigan Avenue í Detroit 1920.

Í dag eru til margar útgáfur af umferða ljósum og mismunandi kerfi sem þau fara eftir. Algengust eru þriggja eða fjögurra þrepa kerfi með þremur ljósum, Rautt, gult og grænt. Hér á Íslandi notum við fjögurra þrepa kerfi. Þ.e.a.s við fáum gult ljós eftir rauðu til að undirbúa okkur undir græna ljósið. Á Spáni til dæmis og í mörgum öðrum löndum kemur grænt beint frá rauða ljósinu og þess vegna spyr ég „Er gula ljósið að tefja okkur“. Getur verið að við gefum okkur meiri tíma í að koma okkur af stað því gula ljósið er að bjóða okkur upp á óþarfa frestun á því að setja í gír og vera tilbúin til að láta umferðina ganga hratt og greiðlega.

Önnur kenning er að við erum of nálægt hvort öðru, frekar týpíst fyrir okkur að vera flýta okkur rosa mikið og höldum að við komumst hraðar ef við klessum stuðarann upp að þeim næsta. Rannsóknir sýna nefnilega að við erum seinni af stað ef við erum of nálægt því við þurfum að bíða eftir að bíllinn fyrir framan fari af stað áður en við getum sett í gír. Þumalputtareglan er nefnilega sú að maður sjái allann stuðarann á bílnum fyrir framan vel, þannig er nægt pláss til að bílalengjan fari meira samferða af stað.

Hér sést munur á hversu margir komast af stað miðað við bil milli bíla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ætli ástæðan fyrir seinagang okkar Íslendinga á ljósum sé kannski bara sambland af þessu öllu, en hugsið þið um það næst þegar þið eruð í umferðinni hvað við getum gert til að vinna betur saman á götunum okkar. Á meðan skal ég kanna hvort það sé bara ekki kominn tími til að fella út þetta óþarfa þrep af gula ljósinu.

Ást og friður.