Eins og víða er þekkt eiga flestir erlendir einstaklingar erfitt með að bera fram séríslensk orð og nöfn. Lengi hefur ferðamaðurinn verið tekinn á teppið fyrir framburð sinn á orðum eins og til dæmis „Eyjafjallajökull“ eða jafnvel frösum eins „Það fer að verða verra ferðaveðrið,“ en þó halda margir hverjir áfram að þreyta þrautina að bera fram íslensk orð með áreynslulausum hætti.

Á YouTube-rás hins ítalska Lorenzo Meucci heldur hefur hann gefið út myndbönd á meðan samkomubanni og einangrun stendur staðið í heimalandi hans. Á degi 55 í einangruninni tók hann upp á því ásamt konunni sinni að spreyta sig í íslenskri tungu. Parið kynntist á Íslandi fyrir fáeinum árum og segja á rásinni að þau urðu yfir sig ástfangin af furðulega veðurfari klakans. Síðar meir fluttu þau til íslands og bjuggu þar í tvö ár.

„Við reyndum að læra tungumálið þegar við bjuggum á Íslandi,“ segir Lorenzo í lýsingu myndbandsins.

„Okkur mistókst.“

Áskorunin hefst með einföldum hætti og bregða fyrir textar eins og „Góðan daginn“ og „Áhugavert.“

Flækjast þó málin töluvert þegar dúkka upp orð eins og „Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringur“