Fyrsti hlaðvarpsþáttur Slaka Babarsins er á menningarlegu nótunum og fellur þar með í menningarsekk seríunnar, Rauðu mylluna.

Í rauðbrúna leðrinu að þessu sinni er enginn annar en sísvæsni spindilgosinn og listhneigði Lúsíferinn, Hugleikur Dagsson. Sá hinn sami hefur spúð kynngimögnuðum ósóma yfir heimsbyggðina og reynum við hér eftir fremsta megni að svara stóru spurningunum sem sérhver menningadjákni þarf að hafa svör við á reiðum höndum:

Ertu rasisti ef þú öskrar eingöngu N-orðið einn úti í skógi?
Sleppum við Hulli alltaf við „heygaffla Góða fólksins“?
Af hverju fáum við fellarnir að leggj´ann margfalt meira en ljónvöðvaðir ljósabekkjagosar?

Vessgú og veisluð!