Fiski taco sem enginn stenst
Ég er engin fiskimanneskja en þennan rétt elska ég!


Ég er ekki mikil fiskimanneskja en ég elska taco í allri sinni dýrð. Því var ég himinlifandi þegar ég fann þessa uppskrift á bloggsíðunni Peanut Butter & Fitness og enn ánægðari þegar kom í ljós að hér væri réttur sem ég gæti vel sætt mig við.
Fullkominn mánudagsmatur!
Fiski taco
Fiskur – Hráefni:
500 g lúða án roðs
8 tortilla pönnukökur
1½ msk. sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
safi úr ½ súraldin
½ bolli ferskur basil
½ bolli ferskur kóríander
Grænmeti – Hráefni:
2 stórar gulrætur, skornar í bita
1 meðalstór gúrka, skorin í bita
1 lítil radísa, skorin í bita
1 bolli vatn
½ bolli hrísgrjónaedik
2 msk. sykur
2 tsk. salt
Sriracha mæjónes – Hráefni:
¼ bolli mæjónes
2 msk. sriracha
1 tsk. hvítlaukskrydd
Aðferð:
Setjið grænmeti í krukku. Hitið vatn í örbylgjuofni í 2 mínútur og bætið sykri, salti og hrísgrjónaediki saman við. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts upp. Hellið yfir grænmetið í krukkunni og látið þetta súrsast yfir nótt í ísskáp.
Setjið lúðu í grunnan disk og hellið sojasósu, hrísgrjónaediki og súraldinsafa yfir fiskinn. Látið þetta marinerast í ísskáp í hálftíma.
Hitið stóra pönnu yfir meðalhita. Setjið fiskinn á pönnuna og setjið lok strax á. Eldið í 5 mínútur og snúið fisknum síðan við. Steikið þar til hann er fulleldaður. Blandið öllum hráefnum í sriracha mæjónes saman. Hitið tortilla pönnukökurnar og fyllið þær síðan með fiski, grænmeti, basil, kóríander og mæjónes.