“I may be a senior, but so what? I’m still hot.”
Betty White

Hin stórfellda rafmagnaða orka sem fylgir tengingu Venus og Mars í nóvember lendir á ás rísanda og sambanda í korti fisksins í nóvember. Þetta þýðir einfaldlega að með Mars í fyrsta húsi ertu að upplifa kraftmiklar líkamlegar þarfir og sýnir mikla áræðni í að fá löngunum þínum framfylgt.

Venus sem situr á móti er á vettvangi sambanda, og ekki er laust við að nóg verði um freistingar og fegurð í kringum þig kæri fiskur. Á dögunum 7-11 nóvember verður þetta í hámarki og sérstaklega á 9-10 nóvember. Hiti verður heilmikill og villtar ástríður líkleg útkoma. Farðu þó gætilega því þessi tenging á það til að vera stjórnlaus og getur endað í rifrildi og áflogum. Skortur getur ríkt á skynsemi og siðferði þegar svona kraftar taka völdin.

Karmísk vinna merkjanna hefur misjafna birtingarmynd og er að vissu leyti lögð upp út frá rísandanum og því skiptir tímasetning í kortalestri eins miklu máli og raun ber vitni. Fiskur rísandi hefur mánaðarlanga ferla og verkefni sem eru tengd sólarorkunni en hún lendir á vandasömum stað í korti fisksins í nóvember.

Í síðari hluta nóvember birtist þetta verkefni sem einhver togstreita við föður eða ráðgjafa, kennara eða lögmann. Þú munt reyna markvisst að bæði veita og þyggja stuðning síðustu vikur nóvember en í stað gæti hreinlega skapast óvild og vandkvæði. Farðu því gætilega í öllum samskiptum þessu tengdu.