“The day you decide to do it, is your lucky day.”
Japanskt orðatiltæki

Minn fagri fiskur – desember er góður mánuður í þínu dagatali og stjörnurnar að stíga á jákvæðar stöðvar til þinnar styrkingar og hamingju. Plánetan Mars er öflug fyrir þitt kort og á það til að stuðla að framvindu heppni og vaxandi viðurkenningar fyrir þig ef hún rennur um kraftmiklar staðsetningar á borð við rísandann og miðhiminn. Mars hefur þó mjög óstöðugur í ferðum sínum síðustu mánuði og þetta verið til þess að skapa þröskulda í tengslum við fjölskyldu og innkomu. Mars hefur á þessum tíma verið að renna inn og út úr húsi líkama og heilsu fyrir þig og á þeim tíma mögulega skapað pirring, hita, bólgur, hvatvísi og jafnvel átök í einhverju samhengi.

Mars verður á húsi heilsu og líkama fram til aðfangadags en færir sig þá öflugri vettvang. Mars kemst þarna yfir í sitt eigið merki, nær miklum styrk og verður þar til byrjun febrúars. Þarna verður hann fær um að skapa þér afar öflugt tekjuflæði, vaxandi status og áhrif, áhrifaríka og kraftmikla tjáningu og samskipti – og þá sérstaklega innan fjölskyldunnar. Tjáning þín og útlit mun einkennast af sjálfsöryggi, útgeislun og metnaði. Þetta verður tímabil þar sem mikil lukka skapast í tengslum við tekjuflæði og stuðningur fyrir þig og þína nánustu birtast hvívetna.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Plútó færa sig yfir á ellefta hús fisksins en hann hefur verið á vettvangi frama og orðstírs síðan 2006. Plútó er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti fiskins hefur hann verið á húsi atvinnuvettvangi og sent áhorf á vettvang heimilis – í kjölfarið skapað áráttukennd og/eða stjórnsöm samskipti á heimili og í samskiptum við yfirvald eða samverkafólk. Plútó fer nú inná vettvang þar sem hann skapar uppstokkun í markmiðum fisksins og skyndilega eins og fyrir töfra verða draumar hans og væntingar í lífinu afar mikilvæg og djúpstæð árátta skapast við að finna þeim farveg.