Fiskurinn finnur nú til sterkrar þarfar til að eiga samskipti við djúpþenkjandi og kraftmikla einstaklinga sem láta sig varða. Það er ekki lengur nóg að eiga sameiginleg áhugamál með fólki eða finnast einstaklingurinn skemmtilegur og áhugaverður. Nú verður fiskurinn að finna til sterkrar og kraftmikillar tengingu við fólk til að hreinlega nenna að byggja upp vinskap við það. Hann missir í kjölfarið áhugann á gömlum vinum og gömlu leiðum til samskipta við félagshóp. Hann laðar að sér einstaklinga sem hafa í sér heilara og þráir sálufélagatengingar. Nýir einstaklingar eru nú að flykkjast inní líf fisksins og þú getur treyst því að þetta eru gamlar sálutengingar sem þú hefur beðið eftir að hitta í þessari lífsvist.

Fiskurinn eins og bogmaðurinn hefur Júpiter sem ráðandi plánetu en Júpíter er í sínu versta merki í augnablikinu, króaður af á milli tveggja sorgarþrungna og skuggsælna pláneta. Júpíter í þessari stöðu er lítið sem ekkert fær um að skapa þá þenslu, tækifæri og góðæri en það er hans megin hlutverk í flestum kortum. Fiskurinn er því að upplifa almennt mikinn samdrátt, þunga, þröskulda, þunglyndi, varnarleysi og vanmátt. Þetta hefur varað núna í nokkrar vikur en ætti að lagast örlítið á næstu vikum. Júpíter heldur þó áfram alveg næsta árið að vera nokkuð nálægur þessum kröfuhörðu nágrönnum sem skyggja töluvert á mátt hans, léttleika og gjafmildi. Það má segja að allt sem fiskurinn ætlar sér þessa dagana mun taka extra langan tíma og kalla á óvenju marga og flókna þröskulda.
Í júní skapast mikil vinátta við nágrannanna, heimilið verður griðastaður lærdóms og undirbúnings framtíðar í þessari erfiðu stöðnun. Fólkið í lífi fisksins reynist vel og samband við móður gæti tekið forgang í júní og júlí.