Fiskurinn sem yfirleitt er frekar rólegur og hæglátur fær orkuinnspítingu í júlímánuði. Þessi orka mun stuðla að markvissum og gagnkvæmum stuðningi. Nágrannar, vinir, bræður og synir mæta á staðinn til að hjálpa til, samskipti einkennast af kærleika og samhljóm og vinátta blómstrar á öllum vettvöngum. Fiskurinn gæti fundið nýja og hjálpsama vini í sínu nánast umhverfi.

Miklar aðgerðir og viðgerðir á heimili eða bifreið eru líklegar í júlí en einnig gætu þessar stjörnutengingar stuðlað að því að þú hreinlega skapar þér betra skipulag á vinnustað eða heimili.

Fiskurinn einbeitir sér mikið að heimilinu, kjarnanum og móður sinni þetta árið og verður þetta karmaverkefni í forgrunni í júlí mánuði. Breytingar eru þó þemað og breytingar á heimili gætu verið tíðar undir þessum áhrifum til og með lok september.