Fjögurra feta snákur fjarlægður úr hálsinum
Skriðdýr á undarlegu ferðalagi.


Ung kona lenti á dögunum í óvenjulegum meltingartruflunum. Svo virðist sem rúmlega meters langur snákur hafi náð að skríða ofan í vélinda hennar meðan hún lagði sig í bakgarði sínum í þorpinu Levashi, í Dagestan í Suður-Rússlandi.
Eins og gefur að skilja fann konan til mikilla ónota þegar hún vaknaði, þannig að hún flýtti sér upp á spítala þar sem hún var svæfð. Á meðfylgjandi myndbandi má heyra lækni segja „Sjáum hvað þetta er“ áður en hann þræðir slöngu ofan í vélinda konunnar.
Þegar hann byrjar hægt og rólega að toga snákinn út grípur annar læknir í kvikindið, en æpir svo og stekkur til baka þegar hún áttar sig á lengd þess. Óljóst er hvort snákurinn lifði þetta undarlega ferðalag af, né heldur hve lengi hann náði að hreiðra um sig inni í konunni.
Sjáið myndbandið hér að neðan: