Leiktækjasalurinn Add-a-Ball Amusements í Seattle í Bandaríkjunum þurfti að loka dyrum sínum vegna COVID-19 faraldursins síðastliðinn mars. Hann opnaði nýverið aftur, og hefur starfsfólk hans bryddað upp á frekar nýstárlegri hugmynd: snertilaus kúluspil.

Brad Johnsen, annar eigenda salarins, sagði að starfsfólk hefði strax byrjað að ræða leiðir til að koma salnum aftur í gang. „Snillingurinn Alex, sem vinnur hjá okkur, fékk þá hugmynd að setja fótstig á kúluspilin,“ sagði hann við sjónvarpsstöðina KING-TV. Samkvæmt Johnsen lögðust starfsmenn á eitt í nokkra daga. Afraksturinn af því varð svo frumgerð af breyttri útgáfu kúluspils sem spilað er einvörðungu með fótstigum.

Spilasalurinn opnaði aftur í þessari viku — með minnkuðum leyfilegum fólksfjölda innandyra, í samræmi við COVID-19 reglur — og snertilausu kúluspilin voru afhjúpuð fyrir viðskiptavinunum við mikla lukku allra viðstaddra.

Sjáið þessa skondnu nýjung hér: