Sky hefði verið 12 ára og 12 daga gömul þegar sumarólympiuleikarnir áttu að fara fram í Tokyo á þessu ári. Það hefði verið í fyrsta sinn sem keppt hefur verið í hjólabrettaiðkun á Ólympiuleikunum. Sky hefði þar með verið yngsta manneskjan til að keppa fyrir hönd Bretlands.

Því miður hefur Leikunum verið frestað fram á næsta ár svo við verðum bara að vona faraldurinn láti undan svo við getum fylgst með hjólabrettaiðkun loksins verða að alvöru Ólympíu keppnis grein á næsta ári.

 

Sky og Ocean litli bróðir hennar leika sér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sky fæddist þann 12.júlí 2008 í Miyazaki í Japan og. Faðir hennar er breskur og mamma hennar japönsk en þau kynntust í USA þar sem þau búa hluta úr árinu. 10.ára gömul varð hún atvinnumanneskja á hjólbretti og þar með sú yngsta. Hún er líka yngsta manneskjan til að komast á samning hjá NIKE. Í febrúar 2019 náði hún þriðja sæti í heimsmeistarakeppni á hjólbretti og tryggði sér þannig sæti í Ólympíuliði Englands.

 

Hún hefur aldrei verið með neinn sérstakan þjálfara. Hún lærði trikkin sín af því að horfa á youtube og leika sér í hjólabrettagörðum í hverfinu. Það er svo ekkert verra þegar Shaun White er nágranni þinn og gefur þér góð ráð. Hún fékk líka guðföður hjólabrettamenningarinnar til að aðstoða sig með mjög háleit markmið eins og t.d að taka yfir/undir og droppa niður mega ramp.

 

 

 

 

Sky er líka brimbrettakappi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er lag sem hún gaf út fyrir stuttu.

Hún er allavega alveg að brjóta formið og normið og vera frábær fyrirmynd fyrir unga krakka í dag. Það verður gaman að fylgjast með henni og ég vona svo innilega að hún muni standast álagið og skara framúr.