Frábær leið til að hressa upp á gamla blómavasa
Möguleikarnir eru endalausir.


Blómavasar eru til á flestum heimilum og sumir eflaust orðnir frekar lúnir.
Á vefsíðunni The Crafted Life er að finna frábæra aðferð um hvernig má hressa upp á gamla blómavasa með lítilli fyrirhöfn – nefnilega með tímabundnum húðflúrum.
Eina sem þarf er vasi með sléttu yfirborði og húðflúr, sem oft má finna á lítið í dótabúðum til dæmis. Húðflúrið er síðan sett á vasann líkt og væri verið að setja það á húð og rakur svampur eða klútur haldið þétt við flúrið í 30 til 45 sekúndur. Síðan er húðflúrið látið þorna.
það sniðuga við þessa aðferð er að húðflúrið er bara tímabundið og því hægt að skipta reglulega um skreytingar á vasanum.
Nánari leiðbeiningar og myndir má finna á heimasíðu The Crafted Life.
Góða skemmtun!